-
Sumarnámskeið í íshokkí
Opnað hefur verið fyrir skráningu í sumarnámskeið Bjarnarins í íshokkí!
Tvö námskeið verða í boði í sumar, bæði heilsdags.
Fyrra námskeiðið verður 11.-15. júní frá kl 8-17 og það síðara frá 13.-17. ágúst frá 8-17
Fyrir hádegi kennum við að skauta, skjóta, senda, förum í leiki, spilum íshokkí og gerum allt sem hægt er að gera á svellinu. Eftir hádegi förum við í leiki eða ævintýra ferðir. Innifalið í námskeiðinu er: Skautar tvisvar á dag, strætó, sund, keila ásamt heimsókn í Fjölskyldu og Húsdýragarðinn. Taka þarf með nesti að heiman fyrir hvern dag.
Skráning fer fram í gegnum tölvupóst .(JavaScript must be enabled to view this email address)
verð: 22.000 kr eitt námskeið en 39.000 kr ef bæði námsekiðin eru tekin.
ATH: Lágmark 12 börn verða að vera skráð til þess að námskeið sé haldið
Ef einhverjar spurningar vakna þá getur Gulla svarað þeim, annaðhvort í tölvupósti (.(JavaScript must be enabled to view this email address)) eða síma 8479322
-
Gleðilegt sumar
Sumardagurinn fyrsti er frídagur hjá íshokkí deild Bjarnarins.
Gleðilegt sumar íshokkí unnendur nær og fjær! -
Aðalfundur íshokkídeildar Bjarnarins
Aðalfundur Íshokkídeildar Bjarnarins verður haldinn 24. apríl nk. kl 18:30 í Íssalnum.
Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir.
1. Kosinn fundarstjóri og fundarritari
2. Stjórn deildarinnar gefur skýrslu um starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári.
3. Stjórn deildarinnar gefur skýrslu um fjárhag deildarinnar.
4. Kosin deildarstjórn og 2 varamenn
a. Kosinn formaður
b. Kosinn varaformaður
c. Kosinn ritari
d. Kosinn gjaldkeri
e. Kosinn meðstjórnandi
f. Kosnir 2 varamenn
5. Önnur mál er fram kunna að koma
Hvetjum alla til að mæta og viðra skoðanir sínar og sýna starfinu stuðning. Félagið er mest rekið af sjálfboðastarfi og félagið er aldrei betra en þeir sem vinna fyrir það.
Margar hendur vinna létt verk. -
Mánaðardagskrá í apríl hjá 5., 6., og 7. flokki
Hér má finna uppfærða mánaðardagskrá fyrir 5. flokk í apríl.
Hér má finna uppfærða mánaðardagskrá fyrir 6. og 7. flokk í apríl.
Vinsamlegast athugið að æfingar falla niður á sumardaginn fyrsta.
-
Páskafrí
Íshokkídeild Bjarnarins fer í páskafrí í þessari viku, eftirtaldar æfingar munu falla niðurskírdagur, fimmtudagurinn 29. marspáskadagur, sunnudagurinn 1. aprílannar í páskum, mánudagurinn 2. aprílVið verðum mætt aftur á svellið þriðjudaginn 3. apríl og tökum hress á móti öllum á æfingu þá -
Erindi frá Lyfjaeftirliti ÍSÍ
Lyfjaeftirlit ÍSÍ mun flytja erindi fyrir íshokkí iðkendur og áhugamenn fimmtudagskvöldið 22. febrúar kl 20:00 í fundarsal Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands að Engjavegi 6.
Við hvetjum Bjarnarmenn og konur, foreldra og aðra áhugasama um að mæta. Farið verður yfir málefni lyfjaeftirlitsins, hvernig lyfjapróf virka, hvaða efni eru bönnuð og ýmislegt fleira.
Nánari upplýsinar er að finna á vefsíðu ÍHÍ.
-
Mót hjá fjórða flokk
Helgina 10.-11. febrúar verður 4. flokks mót í Egilshöll. Björninn tekur þar á móti Skautafélagi Akureyrar og Skautafélagi Reykjavíkur.
Gera má ráð fyrir mikilli skemmtun, bæði fyrir keppendur og áhorfendur.
Hér má finna dagskrá helgarinnar. -
Mánaðardagskrá hjá 5., 6., og 7. flokk
Mánardagskrá fyrir febrúar 2018 í 5., 6. og 7. flokk hefur verið gefin út, hana má finna hér að neðan
-
Leikjahæstu landsliðsleikmenn Bjarnarins
Fyrr í þessum mánuði voru hengdar upp landsliðstreyjur leikmanna sem eru leikjahæstu landsliðsleikmenn sem Björninn hefur alið í íþróttinni. Það eru þau Flosrún Vaka Jóhannesdóttir og Jónas Breki Magnússon sem eiga þá titla. Þau eiga það sameiginlegt að hafa leikið íshokkí erlendis. Á milli þeirra treyja eru Bjarnartreyjur frá Snorra Gunnari Sigurðssyni og Sergei Zak, en þeir eiga stór og mikilvæg skerf í uppbyggingu félagsins. Snorri var einn af stofnendum Bjarnarins og Sergei lagði gríðarlega vinnu við uppbyggingu barnastarfs íshokkídeildarinnar.
Jónas Breki á að baki 85 landsliðsleiki með A landsliði karla, síðasta leikinn lék hann í fyrra. Flosrún á í kringum 50 landsleiki með A landsliði kvenna að baki. Erfitt er þó að fullyrða tölurnar þar sem erfitt er að nálgast opinberar upplýsingar um eldri mót. Hún er þó hvergi nærri hætt að safna leikjum í reynslubankann og gefur kost á sér í liðið sem mun leika á Spáni í mars á þessu ári.
Við erum afar stolt af þeim afrekum sem þessir einstaklingar hafa unnið. -
Ný heimasíða
Ný heimasíða Bjarnarins hefur verið tekin í notkun. Við biðjum lesendur síðunnar um að vera tillitsama á meðan það er verið að koma henni í gagnið.
GIÞ