image description

Annar flokkur Bjarnarins í íshokkí tekur við titlinum

Íslandsmótið í 2. flokki í íshokkí var heldur betur spennandi í ár. Sú óvænta staða kom upp að óljóst var hvort Skautafélag Akureyrar eða Björninn væru Íslandsmeistarar eftir tímabilið. Gripið var til þeirra ráða að fá sérfræðinga frá Alþjóða íshokkísambandinu (International Icehockey Federation) til þess að skera úr um það hvort liðið hafi hampað titlinum. 

Við nánari skoðun á innbirgðisviðureignum SA og Bjarnarins má sjá að SA hlaut 7 stig úr leikjum liðana en Björninn 11.

Vegna þessara ótrúlegu aðstæðna var bikarinn ekki afhentur að leikskokum í síðasta leik þar sem enginn taldi ljóst hvert hann ætti að fara, höfum við skipulagt skemmtilega verðlaunaathöfn í Egilshöll. 

Þann 17. maí kl 20:35  mun fara fram verðlaunaafhending upp í Egilshöll. Henni verður háttað þannig að leikmenn úr 2. flokki koma inn á svellið og taka lauflétta upphitun. Að upphitun lokinni verður farið í vítakeppni þar sem vítaskyttan 2018 í 2. flokki Bjarnarins verður krýnd, þá næst verða verðlaun fyrir Íslandsmót afhennt og að sjálfsögðu verður gestum og gangandi boðið að taka myndir af hetjum Bjarnarins að öllu þessu lokun! 

Vonandi sjáum við sem flesta í stúkunni! 

Áfram Björninn!

Til baka