image description

Björninn bar sigur úr býtum í viðureign við SA

Björninn mætti SA í þriðja leik Lýsisbikarsins og voru á heimavelli í kvöld. Strákarnir mættu galvaskir til leiks og báru sigur úr býtum 6-3.

Fyrsta mark Bjarnarins skoraði Edmund Induss með stoðsendingu frá Viktori Svavarssini og Brynjari Bergmann. Annað mark Bjarnarins skoraði Falur Birkir Guðnason eftir stoðsendingu frá Brynjari  og Róberti Pálssini . Þriðja mark Bjarnarins skoraði svo Kristján Albert Kristinsson eftir stoðsendingu frá Endmund og Alexander Medvedev . Kristján Albert var svo aftur að verki eftir stoðsendingu frá Edmund og Brynjari. Fimmta markið kom síðan án stoðsendingar frá Andra Má Helgasini. Lokamarkið kom svo á síðustu mínútum leiksins þegar Kristján Albert skoraði sitt þriðja mark með stoðsendingu frá Fal og Andra Má.

Það var ljóst á fyrstu mínútu að bæði lið mættu vel peppuð í leikinn og varð leikurinn því hörku spennandi fram á lokamínútu.

Til baka