image description

Leikjahæstu landsliðsleikmenn Bjarnarins

Fyrr í þessum mánuði voru hengdar upp landsliðstreyjur leikmanna sem eru leikjahæstu landsliðsleikmenn sem Björninn hefur alið í íþróttinni. Það eru þau Flosrún Vaka Jóhannesdóttir og Jónas Breki Magnússon sem eiga þá titla. Þau eiga það sameiginlegt að hafa leikið íshokkí erlendis. Á milli þeirra treyja eru Bjarnartreyjur frá Snorra Gunnari Sigurðssyni og Sergei Zak, en þeir eiga stór og mikilvæg skerf í uppbyggingu félagsins. Snorri var einn af stofnendum Bjarnarins og Sergei lagði gríðarlega vinnu við uppbyggingu barnastarfs íshokkídeildarinnar. 

Jónas Breki á að baki 85 landsliðsleiki með A landsliði karla, síðasta leikinn lék hann í fyrra. Flosrún á í kringum 50 landsleiki með A landsliði kvenna að baki. Erfitt er þó að fullyrða tölurnar þar sem erfitt er að nálgast opinberar upplýsingar um eldri mót. Hún er þó hvergi nærri hætt að safna leikjum í reynslubankann og gefur kost á sér í liðið sem mun leika á Spáni í mars á þessu ári. 

Við erum afar stolt af þeim afrekum sem þessir einstaklingar hafa unnið. 

Til baka