image description

Titillinn í höfn

Fimmtudaginn 17. maí sl var haldin verðlauna athöfn fyrir 2. flokk Bjarnarins en liðið vann sér inn Íslandsmeistaratitil í Íslandsmótinu í íshokkí í vetur. Eins og áður hefur verið greint frá voru úrslit deildarinnar heldur óvenjuleg þetta árið en svo jafnt var á milli SA og Bjarnarins að kallað var til fagmanna frá Alþjóða íshokkísambandinu til þess að fara yfir úrslitin. Niðurstaðan var sú að Björninn hampaði titlinum í ár! 
Þar sem Bikarinn var ekki afhentur við lok síðasta leiks í mótinu, vegna þessa var haldin verðlauna athöfn í Egilshöll liðinu til heiðurs. 

Byrjað var á því að fara í vítakeppni og Sölvi Snær Egilsson bar sigur úr bítum og var krýndur vítaskyttan 2018 að keppninni lokinni. 

Edmunds Induss, fyrirliði liðsins, tók því næst við stóra bikarnum fyrir hönd liðsins, Helgi Páll Þórisson stjórnarmeðlimur ÍHÍ afhenti bikarinn. 

Til hamingju Björninn! 

Til baka