image description

Fréttir

Norðurlandamótið 2018

Bjarnarstúlkur í landsliði Íslands á Norðurlandamótinu hafa lokið keppni með sóma.

Herdís Birna Hjaltalín hefur verið í góðu formi að undanförnu og fékk kallið að laust væri sæti í junior á Norðurlandamótið s.l. sunnudag og gat því stokkið til. Herdís skautaði stutta á fimmtudaginn var og kláraði öll sín element. Þrátt fyrir tvö föll fékk hún ágæt tæknistig og sat í 20. sæti fyrir frjálsa prógramið á laugardeginum. Þar átti Herdís þrusudag og fékk hæstu tæknistig íslensku junioranna í frjálsa prógraminu og skautaði sig upp um eitt sæti og lauk því sínu framlagi í 19. sæti með 82.69 stig.

Eva Dögg Sæmundsdóttir keppti með stutt prógram í senior á laugardaginn. Þrátt fyrir minni háttar mistök í prógraminu tókst henni að næla sér í góð stig, 30.93 og sat í 15. sæti fyrir frjálsa prógramið sem skautað var í dag. Eva lagði önnur inn á ísinn í morgun og skautaði kröftuglega með góðum árangri. Hún endaði í 14. sæti með 92.97 stig sem eru hæstu stig sem íslenskur senior hefur fengið á Norðurlandamótinu til þessa.

Björninn átti þriðja skautarann skráðan á Norðurlandamótið en Júlía Grétarsdóttir í senior, þurfti að draga sig úr keppni. Júlía hefur lítið getað keppt á þessu tímabili vegna meiðsla en er á batavegi og verður vonandi komin á gott skrið með vorinu.