image description

Þökkum fyrir veturinn

Í dag laugardaginn 26. maí er seinasti dagur æfinga á þessu tímabili.

Stelpurnar fá því smá sumarfrí áður en sumarbúðirnar okkar byrja þann 11. júní. Opið verður fyrir skráningu í búðirnar til 3. júní og hægt er að skrá sig hér: https://bjorninn.felog.is/

Það er okkur ánægja að tilkynna að félagið hefur fastráðið þau Gennady Kaskov sem yfirþjálfara og Christinu Phipps sem skautastjóra og þjálfara. Þau hafa unnið gott starf með stelpunum okkar og hlökkum við til næsta tímabils. Eva Björg verður líka með okkur næsta vetur sem þjálfari og yfirþjálfari Skautaskólans.

Framundan eru sumarbúðirnar í júní og svo stefnum við á að hafa æfingabúðir í ágúst áður en skólarnir byrja. Það verður nánar auglýst síðar.

Meðfylgjandi eru myndir frá nýafstaðinni vorsýningu sem fram fór 23. maí. Skautabirnur 2018 voru Helga Karen Pedersen úr Hópi 1, Tanja Rut Guðmundsdóttir úr Hópi 2, Ísabella Jóna Sigurðardóttir úr Hópi 3 og  Clara Rós Gilbertsdóttir úr Kristalshóp.

Við þökkum kærlega fyrir veturinn sem er að líða og hlökkum til að sjá ykkur í haust!

Minnum svo á heimasíðuna okkar bjorninn.com en við verðum dugleg að nota hana næsta vetur.

Kveðja, stjórnin

Til baka