image description

Bangsamót og sumarfrí hjá Skautaskólanum

Um helgina fór fram Bangsamót Bjarnarins, sem er æfingamót skautaskólaiðkenda. Að þessu sinni voru 56 þátttakendur úr öllum hópum Skautaskólans og sýndu hver og ein þær æfingar sem þær hafa verið að æfa í vetur. Mótið gekk vel og gaman var að sjá hvað þeim hafði farið mikið fram. Að lokum fengu allir þátttökupening og bangsa. Myndir frá mótinu má finna á instagram reikning deildarinnar https://www.instagram.com/bjorninnlist/

Einnig veittu þjálfarar sex iðkendum sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur.

Frá vinstri: Emilía Ósk Þorsteinsdóttir, Agnes Sara Jónasdóttir, Arína Ásta Ingibjargardóttir, Margrét Ástrós Magnúsdóttir, Elín Adriana Biraghi og Kristín Birta Sigursteinsdóttir.

Vorönn er því lokið hjá Skautaskólanum og verður í boði fyrir þær sumarnámskeið í júní, skráning á https://bjorninn.felog.is/ og verður auglýst hér á vefnum þegar skráning á haustönn opnar. Foreldrar/Forráðamenn þeirra iðkenda sem voru hjá okkur á vorönn munu fá tölvupóst þegar nær dregur með upplýsingum í hvaða hóp skal skrá barnið.

Til baka