image description

Bangsamótið 5. maí

Bangsamót Skautaskólans verður haldið laugardaginn 5. maí næstkomandi. Að þessu sinni bauðst öllum iðkendum Skautaskólans að taka þátt. Mótið virkar þannig að þátttakendur sýna einstaklingsdansa sem eru um það bil ein mínúta, iðkendur fá þriggja mínútna upphitun á ísnum til að undirbúa sig áður en dansinn er sýndur. Upphitun á ísnum fer fram í hópum. Tilgangur Bangsamótsins er að æfa sig að koma fram einn og sýna afrakstur annarinnar. Ekki verða dómarar en allir fá þátttökuverðlaun og veitt verða verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á vorönn.

Æskilegt er að mæta 45 mínútum áður en hópur iðkanda byrjar upphitun á ís

Klæðnaður: Kjóll (má ekki ná lengra en hné), sokkabuxur, flíspeysa, snúður í hári.

Verðlaunaafhending fer fram að kepnni lokinni

Til baka