image description

Opið fyrir skráningar á haustönn

Búið er að opna fyrir skráningar á haustönn fyrir alla hópa. Hægt er að velja um bæði heila og hálfa önn í skautaskólanum og er það undir Listskautaskóli. Verð fyrir heila önn er 45.000 kr. og fyrir hálfa önn 25.000 kr. Hópur byrjenda kallast Ísbirnir og æfa þeir á mánudögum kl. 17:20-18:55 og á laugardögum kl. 11:30-13:00.

Listhlaupadeild Bjarnarins ætlar að bjóða upp á æfingar fyrir fullorðna í vetur. Tímarnir henta bæði byrjendum og lengra komnum. Æfingar verða á miðvikudögum kl. 19:15-20:05 og á laugardögum kl. 11:40-12:20. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 22. ágúst og verð fyrir haustönnina er 25.000 kr.

Skráning fer fram á bjorninn.felog.is

Til baka