image description

Skráning í sumarbúðir í júní

Nú er búið er að opna fyrir skráningu sumarbúða. Sumarbúðirnar verða þrjár vikur í júní (fyrsta vika hefst 11. júní).

Í sumarbúðunum verður fjölbreytt dagskrá m.a. svell, afís, spinning tímar, ýmir fræðsla og danstímar. Fyrir utan okkar þjálfara verður Georg, þjálfari SA, og gestaþjálfarar verða Kevin (í viku 1) og Sotnikova, ólympíugullhafi frá 2014 (í viku 2 og 3).

Verð fyrir staka viku er 35 þús. Ef skráð er fyrir 19. maí er veittur 10% afsláttur en ef allar þrjár vikurnar eru skráðar fyrir 19. maí er verðið 89 250 krónur.

Ef skráð er eftir 19. maí er veittur 5% afsláttur ef allar þrjár vikurnar eru skráðar. Innifalið í verðinu er dry-fit æfingapeysa frá Macron. Það á að skrá allar stelpurnar í ‚‘Æfingabúðir Júní - Hópur 1‘ en þjálfarar munu svo skipta þeim í 3 hópa þegar sumarbúðirnar hefjast. Skráning er á: https://bjorninn.felog.is/

Til baka