image description

Synchro lið í Birninum

Nú ætlum við að reyna að fara aftur af stað með synchro hjá Birninum. 
Áætlað er að fjöldi skautara verði 14 til 20, á aldrinum 13 til 25 ára. Allir velkomnir að prufa sem hafa áhuga, æskilegt er að hafa góðan grunn í íþróttinni.

Æfingar eru á Sunnudögum
18:20-18:35 – Upphitun afís
18:45-19:45 - Ís
19:55-20:10 – Teygjur afís 


Þjálfarar eru Bríet Guðjónsdóttir og Sólveig Dröfn Andrésdóttir.
Bríet hefur skautað með Kanadísku synchroliði s.l. ár en áður hafði hún æft hjá Skautafélaginu Birninum. Sólveig er með þjálfararéttindi á stigi 1 og 2. og hefur hún 10 ára þjálfarareynslu bæði á listhlaupi á skautum og í synchro. Einnig er hún menntaður sjúkraþjálfari.

Til baka