image description

Vinamót Frost á Akureyri

Í mars fór rúmlega 30 manna hópur í keppnisferðalag til Akureyrar, en þann 17. mars síðastliðinn fór fram Vinamót Frost í Skautahöllinni á Akureyri. Vinamótið er liður í Keppniskerfi félaganna og voru keppendur okkar á mótinu ýmist úr Kristalshóp, hóp 3 eða hóp 2. Keyrt var norður á föstudagsmorgni og var svo keppnin á laugardagsmorguninn. Mátti sjá miklar framfarir hjá okkar skauturum á mótinu og voru þjálfarar og skautarar sáttir með árangurinn. Eftir keppni skemmti hópurinn sér saman á Akureyri og var kvöldvaka og hæfileikakeppni um kvöldið. Á sunnudeginum var svo keyrt aftur í bæinn.

Til baka