image description

Undirbúningur fyrir mót

Mikilvægt er að hafa í huga að undirbúningur fyrir mót á sér langan aðdraganda og krefst mikillar vinnu. 

Á keppnisdag - hlutverk skautara

 • Passa að vera vel úthvíldur og nærður
 • Mæta tímanlega (amk. 45 mín fyrr)
 • Hita vel upp á gólfi
 • Vera með á hreinu kl. hvað keppnin fer fram
 • Best er að mæta í skautakjól og greiddur
 • Horfa á og styðja liðsfélaga sína

Klæðnaður

 • Stúlkur skulu vera í skautasokkabuxum og skautakjól/eða skautasamfesting
 • Bjarnarpeysa (fyrir upphitun á ís)
 • Leyfilegt er að vera með fingravettlinga í upphitun
 • Hár skal vera í snúð og tekið vel frá andliti

Í skautatösku á að vera:

 • Skautarnir
 • Mjúkar hlífar
 • Harðar hlífar
 • Tuska
 • Auka sokkabuxur
 • Hársprey, spennur, auka teygjur
 • Bjarnarpeysa
 • Skautakjóll
 • Plástur, hælsærisplástur

Hlutverk þjálfara á mótum

 • Veita skauturum stuðning og leiðbeiningar
 • Hjálpa skauturum við upphitun
 • Sjá um að tónlist skautara sé í lagi
 • Skila inn tónlist til mótshaldara