image description

Almennt um skautaskólann

Búningsklefar: Skautaskólinn hefur aðgang að klefa 2 og 3 á skautasvellinu og eru klefarnir vinstra megin þegar komið er inn um aðalinngang skautasvellsins. Best er að mæta korteri fyrr þegar æfingin byrjar á svellinu til að hafa nægan tíma að klæða sig í.

 

Klæðnaður og búnaður á æfingu: Börnin skulu koma í hlýjum og teygjanlegum fötum á æfingu, mjög gott að vera í flísbuxum og flíspeysu. Mikilvægt er að börnin séu með vettlinga á svellinu. Hjálmar eru æskilegir fyrir alla byrjendur, hægt er að fá lánaða hjálma í höllinni. Best er að vera með sína eigin skauta en hægt er að fá lánaða skauta í höllinni. Á afís skal koma í íþróttafötum og strigaskóm. Gott er að taka með sér vatnsbrúsa á æfingu og smá nesti.

 

 

Kennsluáætlun: Kennt er eftir samræmdu kennslukerfi Skautasambands Íslands, Skautum Regnbogann, en þar er notast við nælu-system þar sem börnin fá nælu í viðurkenningu eftir að hafa lokið ákveðnum æfingum. Í lok hverrar annar er sýning þar sem allir flokkar taka þátt.

 

Breyting á æfingatímum:

Það kemur fyrir að við þurfum að fresta / breyta eða aflýsa æfingum um helgar vegna móta eða námskeiða hjá sérsamböndum.(Skautasambands Íslands eða Íshokkísambands Íslands).  Breytingar verða tilkynntar á facebook síðu Skautaskólans. Æfingar sem þarf að fresta/breyta reynum að færa yfir á sunnudag ef það er hægt. 

 

Skautar: 

Við hvetjum alla iðkendur til þess að koma með sína eigin skauta, leðurskauta ef kostur er. Góðir byrjendaskautar fást t.d í Everest, einnig er nemendum og / eða forráðamönnum velkomið að leita aðstoðar hjá þjálfurum við val á skautum. Nauðsynlegt er að skerpa blöðin fyrir fyrstu notkun. Egillshöllin er með skerpinga þjónustu.  Það þarf að skerpa að lágmarki einu sinna á önn.  Nauðsynlegt er að eiga skautahlífar til þess að hlífa skautablaðinu og þurfa iðkendur einnig að hafa klút til þess að þurrka blaðið eftir ístíma.

 

Fyrirkomulag - Mætingar og Nesti:

  • Nemendur eiga að skilja skautatöskur og dót eftir inn í klefum.
  • 5 mín áður en ísæfing hefst, eiga allir að vera tilbúnir í skautum og sitja á bekkjum við svellið (undir stóru gluggunum) og fyrir framan sitt svæði. 
  • Nesti: Gott er að hafa með sér smá nesti sem er hollt, eins og ávexti og eitthvað að drekka áður en afís æfingar hefjast – Hægt er að borða framan við inngang við skautasvellið.
  • Afís: Afís er í gamla fimleikasalnum í kjallara Egilshallarinnar – nemendur eiga að mæta í salinn í upphafi afís tímans – skilja töskur eftir við vegginn í salnum  - ath ekkert nesti í sal.
  • Forföll og veikindi: Mikilvægt er að láta vita ef barn kemst ekki. Tilkynna skal veikindi eða forföll á heimasíðu Bjarnarins undir flipanum 'Listskautar Forföll'.