image description

Skráning

Allir iðkendur eiga að skrá sig og ganga frá greiðslum áður en æfingatímabilið hefst. Veittur er 5% systkinaafsláttur af æfingagjöldum. Vetrinum er skipt upp í tvö æfingatímabil, annað frá ágúst til desember og hitt frá janúar til apríl. Þó er boðið upp á skráning fyrir hálfa önn í senn (27. ágúst til 21. október eða 22. október til 16. desember). Fyrir utan þessi tvö aðal æfingatímabil er boðið upp á sumarnámskeið. Boðið er upp á greiðsludreifingu æfingagjalda yfir nokkra mánuði. Ekki er veittur afsláttur á æfingjagjaldi ef iðkandi getur ekki mætt í tíma vegna árekstra við aðrar íþróttagreinar, tómstundir, eða frí. Hópaskipting er gefin út fyrir hvert æfingatímabil en allir byrjendur eru í ísbjörnum. Vinsamlegast hafið samband við stjórnarmeðlim og/eða þjálfara ef óvissa er um hvaða hóp iðkandi tilheyrir.

Björninn er aðili að frístundastyrkjum sveitafélaganna og því hægt að nýta hann til greiðslu æfingagjalda. Æfingagjöld eru ekki endurgreidd eftir að æfingatímabilið er hafið nema um langvarandi veikindi/meiðsli eða búferlaflutninga sé að ræða. Ekki er heimilt að endurgreiða það sem greitt hefur verið með frístundastyrk sveitafélaganna.

Allar skráningar fara fram í gegnum vef Listskautadeildar Bjarnarins á https://bjorninn.felog.is